26.1.2008 | 11:22
Hvað á að gera í dag?
Ég er að spá í að liggja bara í leti. Taka kannski smá til eftir skæruliðann sem ég á, hann rústaði ÖLLU þá meina ég svo gott sem ÖLLU eftir matinn í gær.. Vildi ekkert borða nema þetta gordjöss möns sem ég var með á boðstólum. Hann fékk ekki mikið af því.
Í kvöld förum við á þorrablót. Við munum sitja í einhverjum heiðurssætum.. piff.. heiðurs smeiðurs. Jóhannes tekur þátt í skemmtiatriðunum og Elli pabbi hans stjórnar fjöldasöng. Ættu langaafi minn og Einar Geir bróðir afa þá alltaf að eiga heiðurssæti í réttunum? piff.
Jóhannes er á leiðinni með Sigurgeir upp í sveit í pössun. Ég vona eiginlega að þau verði enná sofandi þegar hann kemur. Þá verður Sigurgeir látinn verkja þau.
Heyrðu vá.. ég lenti í svakalegu í gær.. Kona fjúkandi á götunni á bakkanum, ég svo svakalega góðhjörtuð og hljóp út og "bjargaði" henni. Hún kom inn í forstofu, var MJÖÖÖG freðin, var reyndar full en hverju skiptir það. Eyja (tengdamamma) kom og sótti hana og skutlaði henni heim. Þá sagði hún við Eyju að hún væri sko drukkin og hún yrði örugglega skömmuð þegar hún kæmi inn..
Það kennir þér bara að hætta að drekka! RÓNI! þetta var bara um hádegi! seisei.
Ég svaf svo illa í nótt, var alltaf að vakna, var svo hrædd um að detta frammúr, Jóhannes eitthvað að velta sér, dreyma illa og ég veit ekki hvað og hvað. Sef bara betur næstu nótt.
Hlakka til að borða þorramat! Búin að kaupa áfengi, keypti eitthvað Hvítvín eða Kampavín.. kemur í ljós.. Ætla sko að verða "helluð" í nýja fallega kjólnum mínum.. Nei, ekki alveg.
-Ólöf Anna.
Íslenskt og gott
Athugasemdir
Blenni! það er ekkert annað!
Alma Ösp (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:23
oh gleymdi, bara líma jóhannes á bakið með tonnataki við rúmi hans meginn!
PROBLEM SOLVED!
Alma Ösp (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:27
Ef að Jóhannes lætur svona aftur næstu nótt út úr blekaður af áfengis sulli skaltu bara setja tannkrem undir nefið á honum og þá mun hann allavegana vera kyrr, og kannski setja ruslapoka undir lakið hans megin, það gæti gerst smá "slys" HAHA!

Ég var bara að koma af leiklistaræfingu og ákvað að skella mér á einhverja skemmtilega síðu og þá kom þín fyrst upp í hugann, fyrir utan að mín var á undan haha ;) Eeen allavegana þá hef ég ekki mikið meira að kommenta um nema bara segja þér að hafa tussudúkku gaman og ekki drekkja þér í freyði, kampa, hvítvíninu! =) Promise?
-Munnur Gredda<33U
Unnur Edda (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 12:00
JÁ allt í gangi bara! Gömul kona e-r hauslaus údá götu á stokkseyrarbakka, hvað er það.. og hvað þá fjúknadi, ætla pottþétt að verða svona gömul kona.. stinga kallinn af og fara á fillirí, samt kannski ekki alveg fjúkandi í blindbil! Held ég myndi velja e-n sólríkan dag, og færi þá kannski bara á bikini.. haha bjakkkk!!
Ekki falleg sjón að sjá aldraðar konur á bikini þegar allt er farið að lafa eins og tepokar!! Fokk nei.. kýs þá frekar e-ð annað!
WELL..
Ætlaði bara að komment, skemmtilegt blogg hér á ferð.. keep goinh sis..
Skemmtu þér vel í kvöld í rauða mellukjólnu, neee meina gala..haha djók
Knús í krús og gott meira en það
TATA
Inga (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 16:43
Passaðu að enda ekki eins og fulla konan í rokinu!!!
Rúna Guðfinnsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.