Skrítið.

Woundering...

Eins og kannski svo margir vita, þá drekk ég ekki bjór, finnst hann hreinlega ógeðslegur. En fór í ríkið með Jóhannesi í gær og við vorum að "versla" fyrir þorrablótið. Mig langaði svo að geta drukkið bjór og ákvað því að kaupa mér 2 Lite bjóra.
Svo var ég að skoða barnalandsspjallið og þar voru þær að tala um kojufyllerí, hvað bjór væri góður og blablabla.. ég ákvað því að draga mitt lata rassgat uppúr sófanum og ná mér í einn Lite bjór úr ísskápnum. Viti menn, hann er allt í lagi. Ég get drukkið hann án þess að fá klígju og ælu-tilfinningu.
Finnst ég samt ekki alveg vera þessi manneskja til að drekka hann. Ég nefnilega minnist þess að hafa eiginlega bara séð ljóshærðar grannar stelpur með Lite, og það er ekki alveg ég.

Við buðum í mat í kvöld. Henný og Heimir komu, ég eldaði kjúkling handa liðinu. Hann var ágætur, ég var allavegana mjöööög södd. Sigurgeir Heiðar vildi ekki borða hann frekar en annað sem ég elda. Ég fer að taka þetta sem móðgun.
Hann er búinn að vera alveg kolvitlaus síðan hann kom heim úr leikskólanum. Henti t.d. myndavélinni okkar í gólfið áðan. Þá tók ég hann og setti hann í 1,2,3 hornið. Sem er skammarhorn. Það gengur ekkert svakalega vel. Ef hann er EXTRA óþekkur er það 1,2,3,4,5 hornið. Hann verður ennþá ósáttari við það.

Hann er nú sofnaður núna blessaður. Enda vel þreyttur eftir daginn.

Á morgun fer hann upp í sveit. Við förum á þorrablót. Hlakka eiginlega ekkert svakalega mikið til, en þetta verður örugglega fínt bara. Þetta þorrablót er aðeins öðruvísi en ég hef kynnst. Ég hef bara farið á þorrablót þar sem maður kemur með sitt eigið trog. Finnst það skemmtilegra, held ég.

æjj,, Hafdís og Laufey ætluðu að taka sér rúnt í dag og koma að heimsækja mig en HELVÍTIS veðrið þurfti að rústa því.. Þær ætluðu að koma surprise. finnst það svo sætt af þeim. Verð að fara að hitta þær, svo langt síðan síðast. Sakna þeirra í kássu :* Talaði við Laufey áðan og við vorum að fatta að það eru 5 ár núna í ágúst síðan við kynntumst. Gaman að rifja það upp.

Jæja, held ég hafi þetta ekki lengra í bili.


Við saman í þá gömlu góðu.

-Ólöf Anna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha skondin mynd!
En já bjór er góður ^^

Alma Ösp (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Takk fyrir æðislegan mat skvíza! Ég verð að fara að bjóða ykkur í mat líka... Disco Stjú eða rónasteik babý, hell yeah!

Kristín Henný Moritz, 25.1.2008 kl. 21:32

3 identicon

Hahaha jáá´ég var einmitt sú sama með skoðun á bjór bara ældi við tilhugsunina á að drekka hann en allavegana er ég einmitt núna búin að sötra smá bjór í kvöld ekkert smá gott að fá sér einn yfir sjónvarpinu.

En allavegana vildi allavegana skilja eftir komment fyrst ég las bloggið.. elska þig ástin mín ;* Ég og Mundi ætlum að kíkja í bæinn í febrúar og kannski að við kíkjum á bakkann í kaffi :) Er ýkt til í það sætust..

Unnur Edda (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:08

4 identicon

Ó MÆ GOD HVAÐ ER AÐ GERAST! ÉG KOMMENTAÐI Á BLOGGIÐ HENNAR ÓLÖFAR!

Alma Ösp (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband