Nýr kjóll.

Fórum til Reykjavíkur í gær. Ég var hjá lækni, Jóhannes fór að kaupa afmælisgjöf handa Gunnari. Þegar ég var búin hjá lækninum brunuðum við í Kópavoginn, þar fann ég búðina sem Eyja var búin að segja mér frá. Þar sá ég marga marga kjóla. Mátaði og mátaði. Allir ógeðslega flottir. En ýmist of þröngir yfir brjóstin, of þröngir í mittið, of víðir og þar fram eftir götunum. Svo kom ein konan með kjól, galakjól. Dökk rauður, ógeðslega flottur. Sagði mér að máta hann. Ég gerði það og vá!!! hann er svo ógeðslega flottur. Hann smellpassaði. En rennilásinn var bilaður. Sem var svo sem allt í lagi þar sem að bæða mamma mín og mamma Jóhannesar eru saumakonur. Kjóllinn átti að kosta 5000 en ég fékk hann á 4000 krónur... íslenskar.
Hann er tvískiptur, Hátt pils (sem auðveldlega væri hægt að nota sem brjóstarhaldara líka) og svo stykki að ofan. Efra stykkið er með pallíettum og öllu þannig. Svo fylgdi sjal með. Vá hvað ég er ánægð með hann. Ef ég legg orð Jóhannesar mér í munn "Það fer engin fín flík þér svona vel" honum fannst ég svo falleg og sæt í kjólnum (sem ég er).

Sigurgeir er ennþá með ljóta hóstann sinn. Hann er líka kominn með kvef núna. En það fer vonandi núna um helgina.

Okkur var boðið í "afmæli" núna í kvöld. Jóhannes ætlar að fara, en ég efast um að ég nenni að fara..

Nenni ekki að hafa þetta lengra í bili.

-Ólöf Anna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæj! :* til hamingju með nýja kjólinn :) Hlýtur að fara þér ógeðslega vel ^^
Lovjú :*

Alma Ösp (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:50

2 identicon

hæhæ geggjað blogg og það er gott að þú fannst kjól bjúdí:D.. en já það er als ekki gott að hann sigurgeir sé með ljótann hósta als ekki gott ég vona bara að honum batni sem fyrst já eða bara batni fyrir giftingu hihi:d..
EN jæja ég vildi bara kvitta fyrir mig og svona fyrir innlitið á síðuna og allt það hehe:d..
Og já það ffara að koma mydnir in hehe á síðuna hjá henni ingu guðrúnu hhee:d...

Bára (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:50

3 identicon

Hæææ gella. Rosalega langar mig að sjá þennan kjól :P
Verður að koma með einhverjar myndir af þér í honum, þú ert örugglega eins og einhver 5th avenue kona úr new york hehe .. næææs! :D
Rosalega er gaman að geta skipt svona um liti á kommenti, kannski kemur þetta ekki svona í kommentinu en mér finnst það ekkert smá gaman að dandalast við það að breyta um skriftir :P LOL !

Bæ elskan tala við þig meira á msn og svona bara ..

-Unnur! <3 YOU!

Unnur Edda (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband