17.1.2008 | 23:50
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.
Já. Ekki ætlar'ann að hætta að snjóa. Snjóar og snjóar eins og 'ann hafi ekki gert neitt annað í gegnum tíðina. En það þýðir víst ekki að röfla neitt um það.
Það er allt troðið í snjó í Bláfjöllum, en þau eru ekki opin vegna skorts á starfsfólki. Alltaf vreið að tuða um það í fréttunum, ár eftir ár að það sé aldrei snjór þar. Svo loksins þegar snjórinn kemur, þá vantar fólkið þangað.
Ég var með tannrótarbólgu og fór til tannlæknis á þriðjudaginn. Svo var ég næstum því sofnuð í stólnum þegar aðstoðarkonan hún Sólrún fór að tala um Mugison. Þoli hann alveg ekki. Þannig að ég vaknaði. :( En það var ágætt að fara til tannsa. Er samt ennþá með ógeðslega mikla verki. Fór svo á læknavaktina í dag, og læknirinn vildi meina að ég væri með sýkingu þannig að hann gaf mér sýklalyf sem heita Kaavepenin. Svo gaf hann mér líka Voltaren Rapid sem er bólgueyðandi og verkjastillandi.
Aðfaranótt miðvikudagsins vaknaði Sigurgeir Heiðar grátandi. Hóstaði eins og hann væri með þessa líka ljótu hálsbólgu, en þegar hann talaði var hann ekkert rámur. Svo heyrðist mér líka kurra í lungunum hans. Þannig að ég hringdi í lækinn sem var á vaktinni og hann vildi fá hann STRAX! Við fórum með hann og læknirinn skoðaði hann. Sigurgeir ógeðslega þreyttur og grét bara úr þreytu. Læknirinn vildi meina að hann væri með Barkabólgu. Sem er sýking/bólga í slímhúð í barka. Það er ekkert hættulegt, en óþæginlegt. Sigurgeir fékk friðarpípu (hahaha finnst það alltaf jafn fyndið) og steratöflu. Hann var sko alls ekki sáttur með töfluna, og því síður sáttur með pípuna. Við þurftum að sprauta vatninu og töflunni uppí hann. En núna er hann mjög góður, aftur kominn litur á hann. Hann fer svo bara á leikskólann á morgun.
En guð minn almáttugur hvað hann er óstjórnlega frekur. Grætur og öskrar úr frekju.
Ég held ég láti þetta gott heita í dag og fari bara að sofa.. þarf að vakna um 7 leitið til að koma gríslingnum á leikskóla.
-Ólöf Anna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.