15.1.2008 | 19:38
Snjór meiri snjór.
Já það er sko snjór úti. Vöknuðum í morgun og óverdósuðum í snjó! Ég hef aldrei séð svona ógeðslega mikinn snjó á Eyrarbakka.
Þegar afkvæmið vaknaði í morgun og leit útum gluggann hrópaði hann yfir sig "NÓI" sem þýðir "Snjórinn". Bara gaman af því.
Veður mennirnir segja að sá snjór sem kominn er sé bara helmingurinn af því sem á eftir að koma. Það er nottla bara stuð, eða samt ekki.
Er að rifja upp gamlar minningar.
Ég man eftir því þegar snjórinn náði upp á fjósþak. Það var alltaf svo ógeðslega gaman þegar ég, Gísli og Sæunn vorum að leika okkur að hlaupa upp á þakið og hoppa niður, renna okkur og hlaupa aftur upp.
Ég man líka þegar ég og Gísli fórum útí Nátthaga. Það var áður en túnið var stækkað, það kom alltaf ótrúlega mikil og stór brekka. Þá stunduðum við Gísli það að fara þangað, hoppa niður, klifra upp (sem var oft mjög erfitt), renna niður, hrinda hvoru öðru. Oooo það var svo gaman.
Svo man ég líka eftir því þegar ég og Sæunn vorum að koma inn úr fjósinu, þá var snjór, stór skafl milli húsanna, við Sæunn lágum þar, horfðum á stjörurnar og sungum Maístjörnuna. Sæunn var með fjólubláu skotthúsuna.
Svo man ég líka eftir því í þau ófáu skipti þegar við grófum okkur snjóhús (áður en túnið var stækkað).
Ég sakna barnæskunnar.
Athugasemdir
snjór beibí! ;)
heba (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.