Ólöf án titils.

Fann engann titil á þetta blogg.

Fékk símtal í dag frá Unni Eddu. Hún var að taka þátt í "Bandinu hans Bubba" henni gekk ógeðslega vel að eigin sögn. Dómararnir að dilla sér og alles. Seinast þegar ég vissi var það góðs viti. Vona að henni gangi ógeðslega vel. Hún á það alveg skilið.

Er búin að vera að vinna í dag og hanna kjólinn minn í huganum. Tengdamóðir mín kæra ætlar svo að hjálpa mér að sauma hann. Hann verður bara flottur sko! Svo tek ég mynd af mér í honum og varpa hér inn. Ætla sko ekki að segja hvernig hann á að vera. Það skemmir spennuna.

Heyrðu já vá.. Ég hringdi í mömmu áðan til að spurja hvernig Sigurgeir væri, þá sagði hún mér að hann hafi kastað sér fram úr rúminu sínu Frown Þau sátu framí stofu og voru að horfa á tv eða guð má vita hvað og svo heyrðu þau einhvern dink og svo öskur. En þetta reddaðist. Þau hafa nú alið upp ófá börnin, þannig að ég treysti þeim nú alveg fyrir þessu.

Hef nú annars ekki mikið að segja.

jújújú.. Það er alltaf ógeðslega hreint heima hjá okkur núna.. Við erum sko nánast alveg reddí til að taka á móti gestum... svo lengi sem þeir fara EKKI inní barnaherbergið.. Það er það eina sem er á hvolfi.

Er þetta þá ekki bara gott í bili ?

Ólöf Anna Snyrtipinni 2.            

cleaning


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband