Tímaleysi.

Núna þjáist ég af sjúkdómi sem kallast tímaleysi. Búin að vera á FULLU seinustu daga. Taka til, aðlögun á leikskóla, sturtu, matarboð, kaupa inn, taka svo aftur til og þannig er vikan eiginlega búin að vera. Nema í morgun, þá ákvað Jóhannes að keyra hann á leikskólann og sækja hann. Ég fékk að sofa út. Svaf reyndar bara til 8 og svo lagði ég mig aftur og svaf til 10 og svo dormandi til 11.

Það er samt ógeðslega næs að Sigurgeir sé kominn á leikskólann. Hann fær að kynnast nýjum krökkum og lærir þar ýmislegt. Svo get ég líka farið að vinna almennilega og svona.

Já, veit ekki hvort ég var búin að segja það, en ég er hætt á Kumbó (sakna þess soldið) og farin að vinna í Samkaup Úrval. Frá 8 á morgnanna til ca 5 á daginn. Soldið langt og erfitt útaf Sigurgeiri, en ég held að það reddist nú alveg.

Mér finnst geggjað æði að það eru örfáir dagar í það að ég og Jóhannes séum búin að vera saman í 2 ár. Trúiði því? Ég geri það varla.
---Búin að vera saman í 2 ár þann 28 janúar 2008---

Ég veit eiginlega ekki hvað ég get bloggað meira.
Held ég hafi þetta bara gott í bili.

 heart.gif heart image by rinka0501Ólöf Annaheart.gif heart image by rinka0501


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað tíminn flýgur maður !

Alma Ösp (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband