30.11.2007 | 22:58
Já, þarna er það..
Ég var alveg ekki að finna hvernig ég ætti að blogga á þessa síðu. En ég fann það að lokum!
Einelti? Það er ógeð!!
Systir mín er að fara í gegnum ógeðslgea einelti í skólanum sínum, sama skóla og ég var í, hún er að lenda í því sem ég lenti í.
Í fyrradag lenti hún í einhverjum útistöðum við bekkjarsystur sína. Sú stelpa hljóm heim til mömmu sinnar og sagði að systir mín hafi lamið sig og hrint sér! Það var alveg allavega ein stelpa sem sá þetta allt og sagði að stelpan væri að ljúga!
Af hverju var hún að ljúga þessu? Til þess að Sigrún myndi lenda í einhverju veseni? Til þess að Sigrúnu myndi líða illa? Til þess að Sigrún yrði skömmuð? Myndi þér líða vel ef þú vissir að það væri verið að skella sökinni á saklausa manneskju? Ég myndi (eins og staðan er í dag) drekkja mér.
Svo í dag lenti Sigrún aftur í einhverjum útistöðum. Förum ekkert útí það.. Nenni því ekki!
Já þetta einelti er helvítis viðbjóður!
Ég vil meina það að eineltið gerði mig að þeirri manneskju sem ég varð eftir 10 bekkinn, jú og líka áður.
Fyrir þá sem ekki vita þá var ég aaalveg agaleg. Ég stal og laug, ég gerði það sem ég mátti ekki og gerði ekki það sem ég mátti.
Ég fór inn á Stuðla (burn in hell), ég fór á Hvítárbakka, sem að gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Eeef ég hefði ekki farið þangað, þá ætti ég ekki yndislegasta kærasta (unnusta) sem hægt er að eiga, ég ætti ekki fallegasta barn í GEIMI, ég ætti örugglega ekki þessa leiðinlegu íbúð sem ég á, ég ætti ekki fallega og góða bílinn minn, ég ætti örugglega ekki hringinn sem ég er með á hendinni og svona gæti ég leeengi talið!
Ég er bara yndæl og góð manneskja, mér finnst það allavega.
Jamm og já. Í dag er ég búin að gera ýmislegt. Búin að taka slatta til, já það er eiginlega það eina sem ég er búin að vera að gera.. fyrir utan nottla að hugsa um yndislega barnið mitt.
Reykjavíkin á morgun, ætla að fara með Jóhannesi, Sigrúnu og Sigurgeiri í borgina. Versla jólagjafir og leyfa drengnum að missa sig í Toy's R us. Ég reyndar fíla ekki þá búð sko. Alltof mikið af engu.
Ég nenni nú ekki að hafa þetta lengra í bili..
Ólöf Anna<3
Athugasemdir
I totally agree with you !
Afhverju þurti hún að ljúga svona um mig !?
Og þetta sem gerðist í dag, hata þær !!!
-SigrúnÁsta (systir)!!! (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:09
til hamingju með hringana sæta! ;)
ég hef sembeturfer aldrei lent í einelti, enda ólst ég upp á hofsósi.. hehe ;)
heba (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:21
Einelti er viðbjóður!
Sigrún þarf samt ekki að lenda í samri stöðu og þú þvi að hun á yndislega stóra systur sem getur leiðbeint henni og sagt frá sinni reynslu :)
Lov jú ^^ ég fer á þriðjudaginn eða fimmtudaginn að kaupa jólagjöfina handa þér :*
úúúú spennó!
Alma Ösp (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.