29.11.2007 | 15:34
Nóvember að klárast og jólin nálgast!
Er bara stressandi fyrir mig að jólin skulu vera að nálgast?
Ég verð svo ótrúlega stressuð, þoli það ekki.
Annars er nú ekki mikið að gerast hjá mér. Ég á eftir eina vakt í þessum mánuði. Hlakka til að fá útborgað. Býst við frekar miklu núna.
Ég og Jóhannes búin að trúlofa okkur, ógeðslega gaman.
Svo er jólahreingerningin í því hæsta hjá okkur núna. Ég svo gott sem búin að taka baðið í gegn. Breytti og bætti þar. Stofan og eldhúsið er á leiðinni að verða ægilega flott. Svo er ég búin að gera svona "stundaskrá" fyrir okkur (eins og í allt í drasli). Ég ætla sko að fara eftir henni. Og vona að Jóhannes geri það líka.
Sigurgeir er LOKSINS kominn heim. Búin að sakna hans ógeðslega mikið. En það er svooo gaman að vera komin með hann heim. Mamma þvoði öll fötin hans, og sjitt hvað hann á mikið. Svo er von á fleiri fötum þegar tengdamamma kemur heim frá Bandaríkjunum. Ég bað hana að kaupa SLATTA af fötum og svo borga ég henni þegar hún kemur, hún tók vel í það kerlingin.
ÉG er búin að hengja upp 3 seríur, vantar fleiri sogskálar, hlakka svooo til þegar allt skreyti ruglið er búið. Það er svo fallegt þá. Svo bjart og fagurt.
jása jása.
Ég held ég hafi þetta ekki lengra í bili. Sigurgeir vaknaður og ég farin að stjana við hann.
Jú.. eitt sem ég verð að segja.. Í gær og í dag var merkur dagur í lífi Jóhannesar. Hann fór í fyrsta skipti í freyðibað í gær. Og í dag fékk ég að krúnuraka hann. Hann er sko miklu sætari með stutt hár.
Get ekki sett myndina hingað inn :(
Já.. bless þá..
Ólöf Anna <3
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.