Færsluflokkur: Bloggar
30.11.2007 | 22:58
Já, þarna er það..
Ég var alveg ekki að finna hvernig ég ætti að blogga á þessa síðu. En ég fann það að lokum!
Einelti? Það er ógeð!!
Systir mín er að fara í gegnum ógeðslgea einelti í skólanum sínum, sama skóla og ég var í, hún er að lenda í því sem ég lenti í.
Í fyrradag lenti hún í einhverjum útistöðum við bekkjarsystur sína. Sú stelpa hljóm heim til mömmu sinnar og sagði að systir mín hafi lamið sig og hrint sér! Það var alveg allavega ein stelpa sem sá þetta allt og sagði að stelpan væri að ljúga!
Af hverju var hún að ljúga þessu? Til þess að Sigrún myndi lenda í einhverju veseni? Til þess að Sigrúnu myndi líða illa? Til þess að Sigrún yrði skömmuð? Myndi þér líða vel ef þú vissir að það væri verið að skella sökinni á saklausa manneskju? Ég myndi (eins og staðan er í dag) drekkja mér.
Svo í dag lenti Sigrún aftur í einhverjum útistöðum. Förum ekkert útí það.. Nenni því ekki!
Já þetta einelti er helvítis viðbjóður!
Ég vil meina það að eineltið gerði mig að þeirri manneskju sem ég varð eftir 10 bekkinn, jú og líka áður.
Fyrir þá sem ekki vita þá var ég aaalveg agaleg. Ég stal og laug, ég gerði það sem ég mátti ekki og gerði ekki það sem ég mátti.
Ég fór inn á Stuðla (burn in hell), ég fór á Hvítárbakka, sem að gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Eeef ég hefði ekki farið þangað, þá ætti ég ekki yndislegasta kærasta (unnusta) sem hægt er að eiga, ég ætti ekki fallegasta barn í GEIMI, ég ætti örugglega ekki þessa leiðinlegu íbúð sem ég á, ég ætti ekki fallega og góða bílinn minn, ég ætti örugglega ekki hringinn sem ég er með á hendinni og svona gæti ég leeengi talið!
Ég er bara yndæl og góð manneskja, mér finnst það allavega.
Jamm og já. Í dag er ég búin að gera ýmislegt. Búin að taka slatta til, já það er eiginlega það eina sem ég er búin að vera að gera.. fyrir utan nottla að hugsa um yndislega barnið mitt.
Reykjavíkin á morgun, ætla að fara með Jóhannesi, Sigrúnu og Sigurgeiri í borgina. Versla jólagjafir og leyfa drengnum að missa sig í Toy's R us. Ég reyndar fíla ekki þá búð sko. Alltof mikið af engu.
Ég nenni nú ekki að hafa þetta lengra í bili..
Ólöf Anna<3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2007 | 15:34
Nóvember að klárast og jólin nálgast!
Er bara stressandi fyrir mig að jólin skulu vera að nálgast?
Ég verð svo ótrúlega stressuð, þoli það ekki.
Annars er nú ekki mikið að gerast hjá mér. Ég á eftir eina vakt í þessum mánuði. Hlakka til að fá útborgað. Býst við frekar miklu núna.
Ég og Jóhannes búin að trúlofa okkur, ógeðslega gaman.
Svo er jólahreingerningin í því hæsta hjá okkur núna. Ég svo gott sem búin að taka baðið í gegn. Breytti og bætti þar. Stofan og eldhúsið er á leiðinni að verða ægilega flott. Svo er ég búin að gera svona "stundaskrá" fyrir okkur (eins og í allt í drasli). Ég ætla sko að fara eftir henni. Og vona að Jóhannes geri það líka.
Sigurgeir er LOKSINS kominn heim. Búin að sakna hans ógeðslega mikið. En það er svooo gaman að vera komin með hann heim. Mamma þvoði öll fötin hans, og sjitt hvað hann á mikið. Svo er von á fleiri fötum þegar tengdamamma kemur heim frá Bandaríkjunum. Ég bað hana að kaupa SLATTA af fötum og svo borga ég henni þegar hún kemur, hún tók vel í það kerlingin.
ÉG er búin að hengja upp 3 seríur, vantar fleiri sogskálar, hlakka svooo til þegar allt skreyti ruglið er búið. Það er svo fallegt þá. Svo bjart og fagurt.
jása jása.
Ég held ég hafi þetta ekki lengra í bili. Sigurgeir vaknaður og ég farin að stjana við hann.
Jú.. eitt sem ég verð að segja.. Í gær og í dag var merkur dagur í lífi Jóhannesar. Hann fór í fyrsta skipti í freyðibað í gær. Og í dag fékk ég að krúnuraka hann. Hann er sko miklu sætari með stutt hár.
Get ekki sett myndina hingað inn :(
Já.. bless þá..
Ólöf Anna <3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 15:11
Amature!
Víjj.. einn ein bloggsíðan.. Spurning hvernig muni ganga með þessa :D
Vel vonum við :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)